Óttar Magnús Karlsson var nálægt því að tryggja SPAL eitt stig þegar hann kom inn á sem varamaður og skoraði bæði mörk liðsins í 3:2-tapi fyrir Pineto í ítölsku C-deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Staðan var 2:0 og SPAL einum manni færri þegar Óttar Magnús kom inn á sem varamaður 58. mínútu.
Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði á 77. mínútu og svo aftur á 78. mínútu og staðan þá skyndilega orðin jöfn. Stuttu síðar, á 81. mínútu, skoraði Pineto hins vegar sigurmark leiksins.
SPAL er í 17. sæti af 20 liðum í B-riðli C-deildarinnar og fer að öllum líkindum í umspil um að halda sæti sínu.