Rekinn frá ítalska stórveldinu

Thiago Motta.
Thiago Motta. AFP/Isabella Bonotto

Ítalinn Thiago Motta er ei lengur knattspyrnustjóri karlaliðs Juventus en hann var rekinn rétt í þessu. 

Þetta staðfesti félagið en Króatinn Igor Tudor mun taka við liðinu í staðinn. 

Motta tók við Juventus fyrir tímabilið en hann gerði mjög vel hjá Bologna og kom liðinu í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í meira en hálfa öld. 

Árangur Motta hjá Juventus var ekki eins góður en liðið er í fimmta sæti deildarinnar með 52 stig, tólf stigum frá toppliði Inter Mílanó. 

Tudor, sem tekur við, hefur stýrt Lazio og Marseille á undanförnum árum. 

Igor Tudor tekur við.
Igor Tudor tekur við. AFP/Filippo Moteforte
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert