Heimir Hallgrímsson tókst að halda lærisveinum sínum í írska karlalandsliðinu í fótbolta í B-deild Þjóðadeildar Evrópu eftir sigur á Búlgaríu á Írlandi í kvöld.
Írland vann leikinn, 2:1, og einvígið 4:2. Írland verður því áfram í B-deildinni næst, annað en Ísland.
Búlgaría komst yfir í fyrri hálfleik en þökk sé mörkum frá Evan Ferguson og Adam Idah kom Írland til baka í seinni hálfleik og vann.