Óvænt hetja og tvær vítakeppnir

Trincao reyndist hetja Portúgals.
Trincao reyndist hetja Portúgals. AFP/Patricia de melo Moreira

Varamaður­inn Trincao reynd­ist hetja Portú­gals í sigri liðsins á Dan­mörku, 5:2, eft­ir fram­lengd­an leik í átta liða úr­slit­um Þjóðadeild­ar Evr­ópu í knatt­spyrnu í Portúgal í kvöld. 

Dan­mörk vann fyrri leik­inn, 1:0, á Par­ken en Portúgal fer því 5:3-sam­an­lagt áfram. 

Portúgal komst yfir í fyrri hálfleik þökk sé sjálfs­marki Dana en Rasmus Kristen­sen jafnaði met­in fyr­ir þá dönsku á 56. mín­útu, 1:1. 

Cristiano Ronaldo kom Portúgal í 2:1 á 72. mín­útu en aðeins fjór­um mín­út­um síðar jafnaði Christian Erik­sen met­in, 2:2. 

Trincao kom Portúgal í 3:2 á þeirri 86. og tryggði liðinu fram­leng­ingu. Hann skoraði síðan fjórða mark Portú­gals á fyrstu mín­útu fram­leng­ing­ar­inn­ar. 

Það var svo Goncalo Ramos sem skoraði fimmta mark Portú­gals. 

Evr­ópu­meist­ar­arn­ir áfram 

Evr­ópu­meist­ar­ar Spán­ar eru þá einnig komn­ir áfram eft­ir sig­ur á Hollandi í víta­keppni en liðin léku á Spáni í kvöld. 

Venju­leg­um leiktíma lauk með 2:2-jafn­tefli líkt og fyrri leikn­um en liðin skoruðu hvort markið fyr­ir sig í seinni hálfleik og enduðu leik­ar því 3:3, 5:5-sam­an­lagt, og þess vegna þurfti víta­keppni. 

Þar reynd­ust Spán­verj­ar sterk­ari og unnu hana 5:4 en Pedri skoraði úr­slitavítið. 

Í leikn­um skoraði Mikel Oy­arza­bal tvö mörk fyr­ir Spán og Lam­ine Yamal eitt. Hjá Hollandi skoruðu Memp­his Depay, Ian Ma­at­sen og Xavi Simons. 

Spánverjar fagna.
Spán­verj­ar fagna. AFP/​José Jor­d­an

End­ur­koma Frakk­lands

Frakk­ar unnu þá Króa­tíu í síðasta leik átta liða úr­slit­anna, einnig eft­ir víta­keppni, í Frakklandi. 

Króatía hafði unnið fyrri leik­inn 2:0 en Frakk­ar komust í 2:0 þökk sé mörk­um frá Michael Olise og Ousma­ne Dembé­lé. Leik­ar enduðu þannig og því þurfti víta­keppni. 

Þar reynd­ist markvörður­inn Mike Maign­an hetja Frakka sem mæta Spán­verj­um í undanúr­slit­um en Portúgal og Þýska­land mæt­ast einnig. 

Frakkar fagna.
Frakk­ar fagna. AFP/​Franck Fife
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert