Landsliðskonan Cecilía Rán Rúnarsdóttir og stöllur í Inter Mílanó máttu þola 1:0-tap gegn Fiorentina í efri hluta ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu í dag.
Cecilía stóð vaktina í marki Inter og varði vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Snemma í síðari hálfleik skoraði Agnese Bonfantini fyrir Fiorentina sem reyndist eina mark leiksins.
Úrslitin þýða að Inter er í öðru sæti efri hluta deildarinnar með 39 stig, 10 stigum á eftir Juventus á toppnum.