Fimmta liðið sem tryggir sig á HM

Stuðningsmenn Nýja-Sjálands ánægðir eftir að sætið á HM var í …
Stuðningsmenn Nýja-Sjálands ánægðir eftir að sætið á HM var í höfn í nótt. AFP/David Rowland

Nýja-Sjáland varð í nótt fimmta liðið sem tryggir sér þátttöku á HM 2026 í knattspyrnu karla og aðeins annað liðið sem gerir það í gegnum undankeppni.

Nýja-Sjáland vann öruggan sigur á Nýju-Kaledóníu, 3:0, í umspili Eyjaálfu um eitt sæti á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar.

Sæti gestgjafanna þriggja voru í höfn fyrir margt löngu en fyrir helgi varð Japan fyrsta liðið til að tryggja sæti sitt í gegnum undankeppnina.

Alls taka 48 þjóðir þátt á HM 2026 og því eru enn 43 laus sæti.

Ísland hefur undankeppnina á Laugardalsvellinum 5. september gegn Aserbaídsjan en Frakkland og Úkraína eru hin tvö liðin í riðli Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert