Finnar fóru illa að ráði sínu

Joel Pohjanpalo skoraði seinna mark Finnlands.
Joel Pohjanpalo skoraði seinna mark Finnlands. AFP/Roni Rekomaa

Finnland tapaði niður tveggja marka forystu gegn Litháen í leik sem endaði með jafntefli, 2:2, í G-riðli undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu í Litháen í kvöld. 

Finnar eru í toppsæti G-riðilsins með fjögur stig eftir tvo leiki en Litháen er í þriðja sæti með eitt stig. Pólland er í öðru sæti með þrjú stig og mætir Möltu seinna í kvöld og síðan er Holland fimmta liðið og á enn eftir að spila. 

Kaan Kairinen og Joel Pohjanpalo skoruðu mörk Finnlands en Armandas Kucys og Gvidas Gineitis skoruðu mörk Litháen. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka