Portúgalska knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo var fyrir leik Portúgals gegn Danmörku í A-deild Þjóðadeildarinnar í gærkvöldi veitt viðurkenning frá heimsmetabók Guinness.
Ronaldo hlaut viðurkenninguna fyrir að vera sá knattspyrnumaður sem hefur unnið flesta A-landsleiki á ferlinum.
Fyrir leikinn voru þeir 132 en nú 133 eftir að Portúgal lagði Danmörku 5:2 í framlengdum síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar og vann einvígið þar með samanlagt 5-3.
Fyrra met átti Sergio Ramos, fyrrverandi liðsfélagi Ronaldos hjá Real Madríd, sem vann 131 leik með A-landsliði Spánar á sínum tíma.