Tjáir sig um brottreksturinn undarlega

Martin Retov.
Martin Retov. Ljósmynd/Horsens

Martin Retov var rekinn sem þjálfari karlaliðs danska knattspyrnufélagsins Horsens í síðasta mánuði en hann tjáði sig um brottreksturinn rúmum þremur vikum síðar. 

Retov var rekinn eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins átta mánuði en í grein danska miðilsins Tipsbladet kom fram að félagið hefði lengi sóst eftir starfskröftum hans áður en hann var ráðinn. 

Hins vegar breyttist allt þegar nýr íþróttastjóri var ráðinn samhliða Retov en það er Esben Hansen. 

Hann var ekki með sömu sýn á leikinn og Retov og var þjálfarinn rekinn þrátt fyrir að hafa verið á þeim tíma aðeins þremur stigum frá sæti sem hefði tryggt Horsens upp um deild. 

Í desember á síðasta ári var aðstoðarþjálfari Retov, Jimmy Brinksby, óvænt rekinn. Retov segist ekki hafa átt neinn þátt í því og fór þá að gruna að hann ætti sennilega ekki mikinn tíma eftir hjá félaginu. 

Retov fannst þessi vinnubrögð ófagmannleg.

„Ég er mjög vonsvikinn með þetta allt. Ég hafði mikla trú á verkefninu og fannst við vera á leiðinni upp. Hins vegar virði ég ákvörðun félagsins og er ekki lengur þjálfari,“ sagði Retov meðal annars við Tipsbladet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert