Grátlegt hjá Færeyingum

Færeyska landsliðið.
Færeyska landsliðið. Ljósmynd/Færeyska knattspyrnusambandið

Færeyingar máttu þola grátlegt tap fyrir Svartfjallalandi, 1:0, í riðli-L í undankeppni HM karla í knattspyrnu í Svartfjallalandi í kvöld. 

Eftir leikinn eru Tékkland og Svartfjalland með sex stig í efstu tveimur sætum riðilsins en Færeyjar eru í fjórða sæti án stiga. Gíbraltar er án stiga einnig en Króatía hefur ekki hafið leik. 

Allt stefndi í gott jafntefli fyrir færeyska liðið en Edvin Kuc skoraði sigurmark Svartfellinga á sjöttu mínútu uppbótartíma síðari hálfleiks. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert