Norðmenn höfðu betur gegn Ísrael, 4:2, í I-riðli í undankeppni HM karla í knattspyrnu í Ungverjalandi í kvöld.
Noregur er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina en Eistland og Ísrael eru í öðru og þriðja sæti með þrjú hvor. Moldóva er neðst án stiga en Ítalía hefur ekki hafið leik.
David Möller Wolfe, Alexander Sörloth, Sander Berge og Erling Haaland skoruðu mörk Noregs en Martin Ödegaard landsliðsfyrirliði lagði þrjú þeirra upp.
Mörk Ísrael skoruðu Mohammad Abu Fani og Dor Turgeman.