Tyrkinn Arda Güler er svo viss að hann muni eiga farsælan feril hjá spænska knattspyrnustórveldinu Real Madrid að hann keypti hús í Madridarborg.
Þetta sagði hann í viðtali við Marca.
Güler hefur verið á milli tannanna á fólki eftir að hann og Dominik Szobozlai skiptu á skotum eftir landsleiki Tyrklands og Ungverjalands.
Tyrkland vann samanlagt 6:1 en Szoboszlai og Güler áttu í deilum í kjölfarið þar sem Ungverjinn skaut meðal annars á hversu lítið Tyrkinn spili hjá Real Madrid.
Güler, sem varð tvítugur í síðasta mánuði, hefur aðeins byrjað sex leiki í spænsku deildinni.
Hins vegar er hann viss um framtíð sína hjá félaginu og sagðist hafa keypt hús í borginni til að búa í næstu árin.