Spænska knattspyrnufélagið Barcelona vill gjarna framlengja samning þýska knattspyrnustjórans Hansi Flick eftir góða frammistöðu karlaliðsins á yfirstandandi tímabili.
Flick tók við stjórnartaumunum síðasta sumar og skrifaði þá undir tveggja ára samning, til sumarsins 2026.
Samkvæmt spænska miðlinum Sport vill Deco, íþróttastjóri Barcelona, ólmur framlengja við Þjóðverjann sem fyrst þar sem honum hugnast ekki að Flick eigi einungis eitt ár eftir af samningi sínum í byrjun næsta tímabils.
Bjartsýni ríkir um að Flick vilji framlengja um eitt ár en hann vill þó ekki ræða um nýjan samning fyrr en að þessu tímabili loknu.