Mikið áfall fyrir stórliðið

Alphonso Davies í leik með Kanada gegn Mexíkó.
Alphonso Davies í leik með Kanada gegn Mexíkó. AFP/Michael Owens

Kanadíski knattspyrnumaðurinn Alphonso Davies verður frá næstu 9-10 mánuðina eftir að hann sleit krossband í hné í landsliðsverkefni.

Davies fór af velli á 12. mínútu í 2:1-heimasigri Kanada á Bandaríkjunum síðastliðið sunnudagskvöld og var strax ljóst að meiðslin gætu verið alvarleg.

Hann er 24 ára bakvörður sem leikur með Bayern München. Félagið greindi frá í dag og sagði einnig frá meiðslum Dayot Upamecano, sem verður frá næstu vikurnar vegna hnémeiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka