Trump átti ekki til eitt aukatekið orð

Donald Trump og Gianni Infantino.
Donald Trump og Gianni Infantino. AFP/Jim Watson

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Gianni Infantino, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA, sátu fyrir svörum í Hvíta húsinu á dögunum.

Tilefnið var heimsmeistaramót karla í fótbolta sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári og svo heimsmeistarakeppni félagsliða sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar.

Mótið verður með nýju fyrirkomulagi í sumar þar sem 32 félög mæta til leiks, frá sex heimsálfum.

Infantino frumsýndi verðlaunagripinn í Hvíta húsinu og óhætt er að segja að Trump hafi verið orðlaus.

„Vá!“ sagði Trump þegar hann sá verðlaunagripinn. „Þú hlýtur að vera að grínast, vá!“ bætti forsetinn svo við en aðdáunarræða Trumps hefst á mínútu 3:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka