Magnaður viðsnúningur Chelsea

Mayra Ramirez fagnar sigurmarkinu í einvíginu með Johönnu Kaneryd og …
Mayra Ramirez fagnar sigurmarkinu í einvíginu með Johönnu Kaneryd og Lauren James. AFP/Glyn Kirk

Chelsea tryggði sér í kvöld síðasta sætið í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta með sigri á Manchester City, 3:0, á heimavelli.

City vann fyrri leikinn 2:0 en Chelsea var mun sterkara liðið á heimavelli sínum í kvöld og þá sérstaklega í fyrri hálfleik.

Sandy Baltimore kom Chelsea yfir á 14. mínútu, Nathalie Björn gerði annað markið á 38. mínútu og Mayra Ramírez tryggði Chelsea sigurinn í einvíginu með þriðja markinu á 43. mínútu.

Chelsea mætir Barcelona í undanúrslitum og Arsenal og Lyon mætast í hinu undanúrslitaeinvíginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert