Barcelona náði þriggja stiga forskoti á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta með sigri á Osasuna, 3:0, á heimavelli sínum í kvöld.
Ferrán Torres kom Barcelona yfir á 11. mínútu og tíu mínútum síðar tvöfaldaði Dani Olmo forskot heimamanna.
Var staðan 2:0 fram að 77. mínútu en þá bætti pólska markavélin Robert Lewandowski við þriðja markinu og þar við sat.
Barcelona er með 63 stig, þremur stigum á undan Real Madrid í öðru sæti. Atlético Madrid er í þriðja með 56 stig.