Engin gert betur en Sveindís

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði öll fjögur mörkin sín í Meistaradeildinni …
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði öll fjögur mörkin sín í Meistaradeildinni á tímabilinu í sama leiknum. AFP/Ronny Hartmann

Sveindís Jane Jónsdóttir hefur nýtt færin sín betur en aðrir leikmenn í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á tímabilinu.

Íslenska landsliðskonan er með fjögur mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu en hún skoraði þau úr færum þar sem xG, áætluð mörk, voru 1,33.

Tölfræðiveitan OptaPlay greinir frá. Sveindís hefur því skorað 2,67 mörkum meira en reikna má með, miðað við færin sem hún hefur fengið.

Í áætluðum mörkum er reiknað út frá möguleika leikmanns að skora úr hverju færi fyrir sig.

Sveindís skoraði öll fjögur mörkin sín í keppninni á tímabilinu í 6:1-sigri Wolfsburg á Roma, 11. desember, í riðlakeppninni.

Liðið féll úr leik í átta liða úrslitum eftir tap fyrir ríkjandi Evrópumeisturum Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert