Gæti snúið aftur til Mílanó

Antonio Conte.
Antonio Conte. AFP/Carlo Hermann

Ítalski knattspyrnustjórinn Antonio Conte kemur til greina sem næsti stjóri AC Milan á Ítalíu.

Það er ítalski miðillinn Tuttosport sem greinir frá þessu en Conte, sem er 55 ára gamall, stýrir Napoli í ítölsku A-deildinni í dag.

Hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu undanfarnar vikur en Conte hefur stýrt Napoli, Juventus, Inter Mílanó og Atalanta á ferlinum.

Juventus, Inter Mílanó og AC Milan eru langsigursælustu lið Ítalíu en Juventus hefur 36 sinnum orðið Ítalíumeistari og Inter hefur 20 sinnum orðið meistari. AC Milan kemur þar á eftir með 19 meistaratitila.

Conte gerði Juventus þrívegis að meisturum og Inter einu sinni en það myndi ekki fara vel í stuðningsmenn Inter ef Conte tæki við nágrönnunum í AC Milan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert