Missti prófið og gæti farið í fangelsi

Rodrigo Huescas í leik FCK og Chelsea í Sambandsdeildinni fyrr …
Rodrigo Huescas í leik FCK og Chelsea í Sambandsdeildinni fyrr í mánuðinum. AFP/Henry NIcholls

Mexí­kóski knatt­spyrnumaður­inn Rodrigo Hu­escas, leikmaður FC Kaup­manna­hafn­ar í Dan­mörku, gæti átt yfir höfði sér 20 daga fang­elsis­vist fyr­ir um­ferðarlaga­brot.

Fé­lagið greindi frá á heimasíðu sinni í dag. Hu­escas var tek­inn á 111 kíló­metra hraða þar sem há­marks­hraði er 50 kíló­metr­ar á klukku­stund.

Hann missti bíl­prófið og hef­ur verið kærður fyr­ir ofsa­akst­ur, sem gæti haft í för með sér stutta fang­elsis­vist.

Hu­escas kom til FC Kaup­manna­hafn­ar í sum­ar frá Cruz Azul í heima­land­inu en leikmaður­inn er 21 árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka