Nauðgunardómur yfir brasilíska fótboltamanninum Dani Alves var ógildur í dag.
Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en Alves, sem er 41 árs gamall, var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi af spænskum dómstólum í febrúar á síðasta ári.
Dóminn fékk Alves fyrir að nauðga konu á skemmtistað í Barcelona í desember árið 2022 en Alves áfrýjaði dómnum strax í febrúar á síðasta.
Hann var látinn laus gegn tryggingu í mars á síðasta ári og hefur verið frjáls ferða sinna síðan, en þó í farbanni á Spáni.
Eftir að dómurinn var ógildur er honum frjálst að yfirgefa landið á nýjan leik en saksóknaraembættið á Spáni getur þó ennþá áfrýjað ógildingunni til hæstaréttar.