Skiptir Ronaldo um félag í Sádi-Arabíu?

Cristiano Ronaldo varð fertugur í febrúar.
Cristiano Ronaldo varð fertugur í febrúar. AFP/Patricia de Melo

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo gæti gengið til liðs við sádiarabíska félagið Al Hilal í sumar.

Það er katarski miðillinn beInSports sem greinir frá þessu en Ronaldo, sem er fertugur, er samningsbundinn Al Nassr í dag.

Samningur hans við Al Nassr rennur út í sumar og gæti Ronaldo freistast til þess að skipta yfir til Al Hilal þar sem félagið tekur þátt í heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar.

Al Hilal verður eina félagið frá Sádi-Arabíu sem tekur þátt í keppninni en Ronaldo næsta heimsmeistaramót félagsliða fer fram árið 2029.

Þetta gæti því verið síðasta tækifæri Ronaldos til þess að spreyta sig í félagsliðakeppninni sem forráðamenn FIFA vonast til að verði sú stærsta sinnar tegundar í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert