Verður Freyr eins og Arne Slot?

Freyr Alexandersson tók við Brann í byrjun árs.
Freyr Alexandersson tók við Brann í byrjun árs. Ljósmynd/Brann

Freyr Alexandersson stýrir karlaliði Brann í fyrsta skipti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun klukkan 17 er liðið mætir Fredrikstad á útivelli.

Brann hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu, unnið sex leiki af sjö og gert eitt jafntefli og er mikil spenna hjá stuðningsmönnum félagsins.

Sérfræðingar TV2 í Noregi spá Brann fjórða sætinu í deildinni í sumar. Þar spyrja þeir sig hvort Freyr geti fetað í fótspor hins vinsæla Eriks Hornelands.

Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool tók við liðinu af hinum gríðarlega vinsæla Jürgen Klopp og hefur gert afar vel.

„Nær Freyr að gera eins og Arne Slot hjá Liverpool og feta í fótspor forvera síns? Eða segir hann bara réttu hlutina og skilar ekki úrslitum?“ Segir m.a. í umfjöllun miðilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert