Real Madrid vann í kvöld nauman heimasigur á Leganés í efstu deild spænska fótboltans, 3:2.
Kylian Mbappé kom Real yfir úr víti á 32. mínútu en strax í næstu sókn jafnaði Diego Garcia. Leganés komst svo óvænt yfir á 41. mínútu er Dani Raba skoraði og var staðan í hálfleik 2:1.
Jude Bellingham jafnaði fyrir Real á 47. mínútu og Mbappé tryggði Evrópumeisturunum sigurinn með þriðja markinu á 76. mínútu.
Real er með 63 stig, eins og topplið Barcelona og eiga Börsungar leik til góða.