Benoný Breki Andrésson og samherjar hans í enska C-deildarliðinu Stockport fengu fyrirlestur frá Usain Bolt fyrir leik liðsins gegn Burton í dag.
Stockport fagnaði 2:1-sigri og er með 68 stig í 6. sæti deildarinnar eftir 39 leiki af 46. Benoný Breki kom inn á sem varamaður á 80. mínútu hjá Stockport en Jón Daði Böðvarsson lék ekki með Burton vegna meiðsla.
Bolt er heimsmethafi í 100 og 200 metra hlaupum og er sprettharðasti maður sögunnar. Félagið fékk hann til að deila ráðum fyrir mikilvægan leik og virðist hafa tekist vel til.
Eins og myndin í fréttinni sýnir fékk Benoný að hitta Bolt. Benoný er líka methafi því hann sló markametið í efstu deild Íslands er hann gerði 21 mark fyrir KR á síðustu leiktíð.