Orri ekki með vegna veikinda

Orri spilaði ekki í dag vegna veikinda.
Orri spilaði ekki í dag vegna veikinda. AFP/Ander Gillenea

Landsliðsfyrirliði Íslands, Orri Steinn Óskarsson, var skráður í leikmannahóp Real Sociedad fyrir leik liðsins gegn Real Valladolid í 1. deild spænska fótboltans en þurfti frá að víkja eftir upphitun vegna veikinda.

Orri átti að byrja á varamannabekk Sociedad en rétt áður en leikur hófst þurfti hann frá að víkja vegna magakveisu og var þess vegna ekki á bekk heimamanna í dag.

Það kom ekki að sök þar sem Real Sociedad vann nauman 2:1 sigur á botnliðinu og er eftir leikinn í 9. sæti deildarinnar með 38 stig, sex stigum frá sæti í Sambandsdeild Evrópu fyrir næsta tímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka