Breda og Groningen skildu jöfn, 1:1, í Íslendingaslag í Breda í efstu deild Hollands í fótbolta í dag í dramatískum leik.
Breda jafnaði metin á áttundu mínútu uppbótartímans með marki úr víti en Elías Már Ómarsson náði í vítið fyrir heimamenn.
Hann kom inn á sem varamaður á 64. mínútu. Brynjólfur Willumsson kom inn á hjá Groningen á 67. mínútu.
Groningen er í áttunda sæti deildarinnar með 32 stig. Breda er í ellefta sæti með 30.