Freyr Alexandersson og lærisveinar hans hjá Brann fengu skell í 1. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag er liðið heimsótti Fredrikstad.
Urðu lokatölur 3:0, Fredrikstad í vil, og óhætt að segja að Freyr fari illa af stað í deildarkeppninni í nýju landi.
Eggert Aron Guðmundsson kom inn á hjá Brann á 60. mínútu í stöðunni 2:0 en tókst ekki að laga stöðuna fyrir gestina.
Freyr tók við Brann í byrjun árs eftir að hann fékk reisupassann hjá belgíska félaginu Kortrijk og ræddi í kjölfarið við KSÍ um landsliðsþjálfarastöðu karla.