Ari kom inn með stæl

Ari Sigurpálsson skoraði í sínum fyrsta deildarleik með Elfsborg,
Ari Sigurpálsson skoraði í sínum fyrsta deildarleik með Elfsborg, Ljósmynd/Elfsborg

Ari Sigurpálsson lét strax að sér kveða í jafntefli Elfsborg gegn Mjällby, 2:2, í fyrstu umferð sænku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í Elfsborg í dag. 

Ari Sigurpálsson er nýgenginn til liðs við Elfsborg, líkt og Júlíus Magnússon, en þetta var fyrsti deildarleikur beggja með liðinu. 

Mjällby komst í 2:0 í fyrri hálfleik en á 60. mínútu minnkaði Taylor Silverholt muninn, 2:1. 

Ari Sigurpálsson kom inn á 74. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði hann metin fyrir Elfsborg. Júlíus lék hins vegar allan leikinn. 

Kolbeinn Þórðarson lék þá seinni hálfleik í tapi IFK Göteborg fyrir Hammarby, 4:0, í Stokkhólmi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka