Börsungar enn taplausir á árinu

Börsungar fagna.
Börsungar fagna. AFP/Lluis Gene

Barcelona hafði betur gegn Girona, 4:1, í efstu deild karla í spænska fótboltanum í Barcelona í dag. 

Eftir leikinn er Barcelona með 66 stig í efsta sæti deilarinnar, þremur stigum á undan Spánarmeisturum Real Madrid. Börsungar hafa spilað 20 leiki á árinu, unnið 17 þeirra og gert þrjú jafntefli. 

Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Barcelona og Ferran Torres eitt, fjórða markið var síðan sjálfsmark. Mark Girona skoraði Arnaut Danjuma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka