Barcelona hafði betur gegn Girona, 4:1, í efstu deild karla í spænska fótboltanum í Barcelona í dag.
Eftir leikinn er Barcelona með 66 stig í efsta sæti deilarinnar, þremur stigum á undan Spánarmeisturum Real Madrid. Börsungar hafa spilað 20 leiki á árinu, unnið 17 þeirra og gert þrjú jafntefli.
Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Barcelona og Ferran Torres eitt, fjórða markið var síðan sjálfsmark. Mark Girona skoraði Arnaut Danjuma.