Framherjinn Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði mark Vikings í tapi fyrir Vålerenga, 3:1, í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Osló í dag.
Hilmir Rafn jafnaði metin fyrir Viking fimm mínútum eftir að liðið lenti manni færri, 1:1.
Það entist þó ekki lengi en Vålerenga var aftur komið yfir fjórum mínútum síðar. Hilmir fór síðan af velli á 74. mínútu.