Þýska knattspyrnufélagið RB Leipzig hefur tilkynnt að Ungverjinn Zsolt Löw muni stýra liðinu til loka tímabilsins.
Löw, sem er 45 ára, tekur við af Marco Rose sem var rekinn í morgun frá félaginu. Löw er gamall aðstoðamaður Thomas Tuchel en hann var með honum hjá París SG, Chelsea og Bayern München.
Leipzig situr í sjötta sæti þýsku deildarinnar með 42 stig.