Glódís sneri til baka í mikilvægum sigri

Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir. Ljósmynd/Alex Nicodim

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München og íslenska landsliðsins, sneri til baka í sigri á Bayer Leverkusen, 2:0, í efstu deild þýska fótboltans í München í dag. 

Glódís hefur ekki spilað síðan 14. mars vegna smávægilegra meiðsla en hún var í byrjunarliði Bayern í dag og fór af velli á 82. mínútu. Þetta þýðir að Glódís verði að öllum líkindum með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Noregi og Sviss í byrjun næsta mánaðar. 

Karolína Lea Vilhjálmsdóttir var þá í byrjunarliði Leverkusen en fór af velli á 66. mínútu. 

Bayern er í efsta sæti deildarinnar með 47 stig en Leverkusen er í fjórða með 36. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka