Inter Mílanó vann ótrúlegan sigur á toppliði Juventus, 3:2, í ítölsku A-deild kvenna í knattspyrnu í Mílanó í dag.
Eftir leikinn er Inter komið í annað sæti með 42 stig, stigi á undan meisturum Roma og sjö stigum á eftir Juventus.
Sofia Cantore kom Juventus yfir, 2:1, á 88. mínútu leiksins. Tessa Wullaert jafnaði hins vegar metin fyrir Inter á annarri mínútu uppbótartímans og þremur mínútum síðar skoraði Elisa Polli sigurmarkið, 3:2.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á sínum stað í marki Inter.