Freyr Alexandersson fer ekki vel af stað sem þjálfari Brann en liðið fékk skell á útivelli gegn Fredrikstad, 3:0, í 1. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær, í fyrsta leik Freys sem þjálfari í deildinni.
Bergens Tidende, staðarmiðilinn í Bergen þar sem Brann er staðsett, segir glæpsamlegt hversu illa tilbúið liðið mætti til leiks og að Freyr hafi fengið hressilega útreið í fyrsta leik í deildinni.
Verdens Gang fjallar einnig um leikinn og segir byrjunina algjöra martröð fyrir Frey og að hann gæti ekki hafa byrjað verr.
„Þetta er stórslys fyrir Brann. Þetta lið er óþekkjanlegt,“ sagði Simen Stamsø-Møller svo við TV2.
„Ég gæti ekki verið svekktari með þessi úrslit. Við getum ekki verið ánægðir með að tapa 3:0,“ sagði Freyr m.a. við VG.