Þjóðverjinn Marco Rose hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri karlaliðs RB Leipzig í heimalandinu.
Rose tók við Leipzig í september 2022 og vann þýska bikarinn vorið 2023.
Leipzig-liðið er í sjötta sæti þýsku deildarinnar eftir að hafa lent í þriðja og fjórða sæti síðustu tvö tímabil.
Þá datt liðið út í deildarkeppni Meistaradeildarinnar.