Napoli vann góðan sigur gegn AC Mílanó, 2:1, í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Úrslitin þýða að Napoli er í öðru sæti með 64 stig, þremur stigum á eftir Inter á toppnum. AC Mílanó er í níunda sæti með 47 stig.
Bæði mörk Napoli komu í fyrri hálfleik en Matteo Politano og Romelu Lukaku skoruðu þau. Luka Jovic skoraði mark Mílanómanna á 84. mínútu.