Skoraði í fyrsta leik

Viðar Ari Jónsson.
Viðar Ari Jónsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Viðar Ari Jónsson skoraði í sigri HamKam á Kristiansund, 2:1, í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Hamar í dag. 

Viðar lék allan leikinn líkt og liðsfélagi hans Brynjar Ingi Bjarnason en mark Viðars kom á 20. mínútu leiksins. 

Stefán Ingi Sigurðarson lagði þá upp mark Sandefjord í tapi fyrir KFUM Osló, 3:1, Í Osló. 

Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á 82. mínútu í sterkum útisigri Sarpsborg á Molde, 2:0, í Molde. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka