Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina höfðu betur gegn Atalanta, 1:0, í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í dag.
Albert var í byrjunarliði Fiorentina og spilaði fyrstu 67 mínútur leiksins. Moise Kean skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks.
Sigurinn þýðir að Fiorentina er komið í sjöunda sæti með 51 stig, fimm stigum frá Bologna í fjórða sætinu. Atalanta er í þriðja sæti með 58 stig.