Tók Messi tvær mínútur

Lionel Messi fagnar markinu.
Lionel Messi fagnar markinu. AFP/Chris Arjoon

Lionel Messi var ekki lengi að láta til sín taka í sigri Inter Miami gegn Philadelphia Union, 2:1, í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu í Miami í nótt. 

Messi kom inn á 55. mínútu leiksins og skoraði annað mark Miami-liðsins ekki nema tveimur mínútum síðar. 

Finninn Robert Taylor skoraði fyrra mark Miami en Daniel Gazdag minnkaði muninn fyrir Philadelphia undir lokin. 

Inter Miami er í toppsæti Austurdeildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki. 

Þá vann Orlando City góðan sigur á MLS-meisturum LA Galaxy í Los Angeles, 2:1. 

Dagur Dan Þórhallsson kom inn á undir lok leiks en Orlando er í sjöunda sæti með tíu stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka