Á skotskónum í fyrstu umferð

Davíð Snær Jóhannsson í treyju Aalesund.
Davíð Snær Jóhannsson í treyju Aalesund. Ljósmynd/aafk.no

Davíð Snær Jóhannsson var á skotskónum hjá Aalesund þegar liðið gerði jafntefli við Lilleström, 2:2, í fyrstu umferð norsku B-deildarinnar í knattspyrnu í Álasundi í kvöld.

Davíð Snær lék allan leikinn og kom Aalesund í 2:1 á 25. mínútu. Liðsfélagi hans Paul Ngongo gat tryggt Aalesund sigurinn í stöðunni 2:2 en brást bogalistin af vítapunktinum í byrjun síðari hálfleiks.

Ólafur Guðmundsson var allan tímann á varamannabekknum hjá Aalesund og þarf því að bíða lengur eftir því að spila sinn fyrsta leik í deildinni.

Hinrik lék sinn fyrsta leik

Það gerði hins vegar Hinrik Harðarson þegar hann kom inn á sem varamaður á 74. mínútu hjá Odd í 2:1-sigri á Skeid.

Einn Íslendingur til viðbótar kom við sögu í norsku B-deildinni í kvöld.

Það var Óskar Borgþórsson sem kom inn á sem varamaður á 65. mínútu hjá Sogndal þegar liðið tapaði 2:1 fyrir Start.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert