Enska knattspyrnumanninum Ruben Loftus-Cheek, miðjumanni AC Milan, var hraðað á sjúkrahús stuttu fyrir stórleik gegn Napoli í ítölsku A-deildinni eftir að hafa fengið bráða botnlangabólgu.
Loftus-Cheek gekkst af þeim sökum undir bráða skurðaðgerð og missti eins og vænta mátti af leiknum.
Sky Italia greindi frá og þar kom fram að Englendingurinn megi vænta þess að vera frá næsta mánuðinn á meðan hann jafnar sig á aðgerðinni.
Er það nokkuð áfall fyrir Loftus-Cheek þar sem hann hefur verið í aukahlutverki hjá AC Milan á tímabilinu eftir að hafa verið töluvert frá vegna meiðsla á því.