Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, er vongóður um að endurheimta lykilmenn fyrir fyrri leik liðsins gegn Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Real Madrid heimsækir Arsenal í fyrri leik liðanna sem fram fer í Lundúnum þann 8. apríl en síðari leikur fer svo fram í Madríd, átta dögum síðar eða þann 16. apríl.
Vinstri bakvörðurinn Ferland Mendy og miðjumaðurinn Dani Ceballos hafa báðir verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur en Ancelotti er vongóður um að þeir verði klárir í slaginn gegn Arsenal.
Real Madrid er ríkjandi Evrópumeistari og sló út Atlético Madrid á leið sinni í átta liða úrslitin á meðan Arsenal hafði betur gegn PSV frá Hollandi.