Fékk vafasöm ráð frá Rúnari Kristins

Rúnar Kristinsson og Óskar Smári Haraldsson.
Rúnar Kristinsson og Óskar Smári Haraldsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram, fékk vafasöm ráð frá Rúnari Kristinssyni, þjálfara karlaliðs Fram, fyrir komandi leiktíð í Bestu deildunum í fótbolta. 

Besta deild karla hefst á laugardaginn og hefur deildin sent frá sér aðra stiklu í nýrri auglýsingaherferð deildarinnar. 

Þar er Rúnar að gefa Óskari ráð á léttu nótunum um hvernig eigi að hegða sér sem þjálfari með lið í deild þeirra bestu. Fram er í efstu deild í fyrsta sinn í 37 ár.

Sjón er sögu ríkari en stikluna má sjá hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert