Fótbrotnaði í annað sinn á tímabilinu

Hiroki Ito.
Hiroki Ito. AFP/Alexandra Beier

Japaninn Hiroki Ito, varnarmaður þýska knattspyrnufélagsins Bayern München, fótbrotnaði í annað sinn á tímabilinu í sigri Bæjara á St. Pauli, 3:2, í efstu deild Þýskalands í München um helgina. 

Ito verður frá það sem eftir er af tímabilinu og mun það taka hann þrjá mánuði að jafna sig. 

Þetta er í annað sinn sem Ito, sem gekk í raðir félagsins frá Stuttgart í sumar, fótbrotnar síðan hann kom til Bayern. 

Mikið er um meiðsli í varnarlínu Bayern en Alphonso Davies, Dayot Upamecano, Tarke Buchmann og markvörðurinn Manuel Neuer eru allir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert