Hættur að þjálfa Sveindísi

Sveindís Jane Jónsdóttir í leik með Wolfsburg.
Sveindís Jane Jónsdóttir í leik með Wolfsburg. AFP/Ronny Hartmann

Tommy Stroot hefur sagt starfi sínu sem þjálfari kvennaliðs Wolfsburg í fótbolta lausu. Sveindís Jane Jónsdóttir leikur með liðinu.

Wolfsburg er í þriðja sæti efstu deildar Þýskalands með 41 stig eftir 18 leiki, sex stigum á eftir toppliði Bayern München þegar fjórar umferðir eru eftir.

Liðið fékk stóran skell gegn Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum og tapaði einvíginu samanlagt 10:2.

Sveindís er samningslaus eftir tímabilið en hún hefur mikið verið á bekknum á leiktíðinni og væntanlega á förum frá þýska félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert