Meiddur og ekki á heimleið

Ísak Snær Þorvaldsson í leik með Breiðabliki gegn Víkingi á …
Ísak Snær Þorvaldsson í leik með Breiðabliki gegn Víkingi á síðasta tímabili. mbl.is/Hákon Pálsson

Knattspyrnumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Rosenborg í Noregi, er ekki á heimleið þrátt fyrir orðróm þar um.

Fótbolti.net greinir frá því að Ísak Snær sé að glíma við meiðsli og hafi af þeim sökum ekki verið í leikmannahópi Rosenborg fyrir leik liðsins gegn Strömsgodset í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar á laugardag.

Meiðslin sem hann er að glíma við eru ekki alvarleg. Ísak Snær er þá ekki á heimleið enda ætlar hann sér að berjast um sæti í liðinu.

Ísak Snær lék með Breiðabliki að láni á síðasta tímabili og reyndist liðinu afar mikilvægur er það tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Hann er samningsbundinn Rosenborg út tímabilið 2027.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert