Skoraði ótrúlega fimmu

Omar Faraj skoraði fimm mörk í einum leik í sænsku …
Omar Faraj skoraði fimm mörk í einum leik í sænsku úrvalsdeildinni. Ljósmynd/@dif_degerfors

Omar Faraj, palestínskur landsliðsmaður í knattspyrnu og sóknarmaður Degerfors, gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fimm mörk liðsins í 5:0-stórsigri á Halmstad í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar á sunnudag.

Faraj er ný genginn til liðs við Degerfors að láni frá Zamalek í Egyptalandi en hann hefur áður leikið með liðinu, gerði það tímabilið 2022.

Sóknarmaðurinn hefur nú spilað alls 17 leiki fyrir Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni og skorað níu mörk, þar af fimm í gær.

Faraj á fimm A-landsleiki að baki fyrir Palestínu en hann fæddist og ólst upp í Svíþjóð, þar sem Faraj lék tvo A-landsleiki árið 2023 áður en hann skipti um ríkisfang ári síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert