Glæsimark Davíðs beint úr aukaspyrnu (myndskeið)

Davíð Snær Jóhannsson í þann mund að skora glæsimark sitt.
Davíð Snær Jóhannsson í þann mund að skora glæsimark sitt. Ljósmynd/Jon Forberg

Davíð Snær Jóhannsson opnaði markareikning sinn á tímabilinu strax í fyrstu umferð norsku B-deildarinnar í knattspyrnu þegar hann skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2:2-jafntefli gegn Lilleström á mánudagskvöld.

Davíð Snær, sem er 22 ára miðjumaður, kom Aalesund þá í 2:1 og birti félagið myndskeið af markinu á samfélagsmiðlum sínum í gær.

Það má sjá hér:

Davíð Snær fagnar markinu.
Davíð Snær fagnar markinu. Ljósmynd/Jon Forberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert