Davíð Snær Jóhannsson opnaði markareikning sinn á tímabilinu strax í fyrstu umferð norsku B-deildarinnar í knattspyrnu þegar hann skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2:2-jafntefli gegn Lilleström á mánudagskvöld.
Davíð Snær, sem er 22 ára miðjumaður, kom Aalesund þá í 2:1 og birti félagið myndskeið af markinu á samfélagsmiðlum sínum í gær.
Það má sjá hér:
For et frispark fra David Johannsson! 😮💨
— Aalesunds Fotballklubb (@AalesundsFK) April 1, 2025
🎥 - Majoma Media pic.twitter.com/LPGqkYokcl