Stuttgart er komið í úrslit þýska bikarsins í fótbolta eftir sigur á Leipzig, 3:1, á heimavelli í undanúrslitum í kvöld.
Stuttgart lék síðast til úrslita árið 2013, eða fyrir tólf árum síðan. Liðið varð síðast bikarmeistari árið 1997.
Angelo Stiller kom Stuttgart yfir á 5. mínútu og Nick Woltemade gerði annað markið á 57. mínútu.
Benjamin Sesko minnkaði muninn fyrir Leipzig á 62. mínútu en Stuttgart átti lokaorðið því Jamie Leweling gerði þriðja markið á 73. mínútu.